CHURCH AND CULTURE HOUSE

 
 

Projects

All
SELECTED
NEW
 
 
Info
Church and culture house Project: 2010
Location: Mosfellsbær, Iceland
Photographs: PK arkitektar
Completion Year: Unbuilt
Floor Area: 6600 m²
Typology: -

Pálmar Kristmundsson and Fernando de Mendonça

Competition entry

Church and culture houseProject: 2010

Pálmar Kristmundsson and Fernando de Mendonça

Competition entry

Location: Mosfellsbær, Iceland
Photographs: PK arkitektar
Completion Year: Unbuilt
Floor Area: 6600 m²
Typology: -

Menningarhús og kirkja í Mosfellbæ er í sjálfu sér lítið þorp, þyrping stofnana sameinaðar í hringlaga formi, sameiningartákni hins fullkomna, án upphafs og án endis. Þorpið er nýtt tákn fyrir Mosfellsbæ, hreint og þögult form út á við sem iðar af lífi hið innra en upp úr því stendur landamerki – nýtt tákn bæjarins, kirkjuskipið. Ímyndin er landslag af brotnum, hallandi þakflötum þar sem kirkjuskipið rís sem fjallstindur og kallast á við fjallgarð Esjunnar til norðurs auk þess að tengjast klappalandslaginu á Urðunum. Þetta landslag er afmarkað af hreinu og látlausu hringformi, hringlaga vegg með stórum opnunum, sem umfaðmar kirkju og menningarhús.

Byggingin er virki en um leið fíngerð og ögrandi umgjörð um innri starfsemi, opin og björt þrátt fyrir ákveðið og afmarkandi ytra form. Með ákveðinni rýmismyndun, sérhlutalausnum og efnisvali öðlast hún kraft um leið og ró skapast hið innra. Afmörkuð útirými eru innan hringsins og opna þannig bygginguna “innanfrá”. Hún á í senn að vera opin fyrir almenning á aðlaðandi hátt og um leið umlykja innviði sína.Þar á að iða líf en jafnframt að ríkja sú ró og friður sem nauðsynleg er margþættu hlutverki, jafnt trúarjátningu og þekkingarleit.